Reglur og skilmálar Store Run

Keppnin er skipulögð af Zebra A/S, Strandgade 71-73, 1401 Kaupmannahöfn, CVR nr. 15690488 (eigandi Flying Tiger Copenhagen verslana á Íslandi) – hér eftir nefnt 'Flying Tiger Copenhagen'.

 

Verðlaunin

Ein verðlaun verða veitt. Verðlaunin felast í því að sigurvegarinn tekur þátt í Store Run í Flying Tiger Copenhagen verslun að eigin vali á Íslandi. Store Run virkar þannig að sigurvegarinn safnar eins mörgum vörum og hann getur innan 60 sekúndna. Sigurvegarinn þarf að komast í mark innan 60 sekúndna og fylgja reglum Store Run skv. keppnisskilmálum og/eða starfsfólks Flying Tiger Copenhagen á staðnum. Verðmæti verðlaunanna fer eftir magni vara sem viðkomandi safnar á þessum 60 sekúndum.

 

Reglur og skilmálar keppninnar

1. Keppendur mega ekki vera starfsfólk Flying Tiger Copenhagen eða Zebra A/S.

2. Keppendur þurfa að vera að minnsta kosti 15 ára.

3. Sigurvegarinn ber ábyrgð á að greiða eigin ferðakostnað í tengslum við þátttöku í Store Run.

4. Vörurnar sem eru hluti af verðlaununum falla ekki undir almenna skilastefnu okkar. Flying Tiger Copenhagen ber ábyrgð á gölluðum vörum í samræmi við íslensk lög.

5. Sigurvegarinn þarf að klæðast fatnaði/aukahlutum sem starfsfólk Flying Tiger Copenhagen verslunar útvegar.

6. Í Store Run má sigurvegarinn einungis taka vörur (ekki t.d. gjafabréf) og má ekki "moka" vörum í innkaupakörfuna.

7. Með því að taka þátt í Store Run samþykkir sigurvegarinn að Flying Tiger Copenhagen má a) taka upp og taka viðtal við sigurvegarann á meðan og í tengslum við Store Run og/eða (b) nota upptökur og nafn sigurvegarans í markaðssetningu á samfélagsmiðlum Flying Tiger Copenhagen.

8. Flying Tiger Copenhagen ber ekki ábyrgð á neinum tæknilegum vandamálum eða áskorunum sem kunna að hafa áhrif á þátttöku í keppninni eða lokaútkomu.

9. Sigurvegarinn tekur þátt í Store Run á eigin ábyrgð. Hins vegar er Flying Tiger Copenhagen ábyrgt fyrir meiðslum sem kunna að koma upp í tengslum við keppnina samkvæmt almennum lögum um skaðabótarétt.

10. Flying Tiger Copenhagen áskilur sér rétt til að (1) vísa keppanda úr keppni sem brýtur keppnisreglur og (2) útiloka vörur sem hluta af verðlaunum ef sigurvegarinn hefur brotið gegn reglum Store Run.

11. Ef viðkomandi tekur þátt í keppninni samþykkir viðkomandi öll framangreind skilyrði.

FSC icon
Βιώσιμα δάση

Όταν επιλέγετε προϊόντα με πιστοποίηση FSC®, υποστηρίζετε την υπεύθυνη χρήση των παγκόσμιων δασών και βοηθάτε στη φροντίδα των ζώων και των ανθρώπων που ζουν σε αυτά. Αναζητήστε το σήμα FSC στα προϊόντα μας και διαβάστε περισσότερα στη διεύθυνση flyingtiger.com/fsc