Þú þarft ekki að hafa ofurkrafta til að vera ofurhetja!

Í september ár hvert safnar Flying Tiger Copenhagen framlögum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna í öllum okkar verslunum.

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna styður við bakið á krabbameinsveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum meðan á meðferð stendur og áfram, en mörg börn glíma við síðbúnar afleiðingar af krabbameinsmeðferðinni löngu eftir að henni lýkur.

Stuðningurinn felst fyrst og fremst í því að greiða fyrir heilsurækt, bæði andlega og líkamlega, svo sem sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun. Félagið býður upp á hópastarf fyrir mömmur, pabba og unglinga, auk þess að standa fyrir félagsstarfi, eins og sumarhátíð, leikhúsferðum og jólaballi.

Félagið fær engan beinan opinberan stuðning og fjármagnar starf sitt með framlögum frá félögum, fyrirtækjum og einstaklingum.

Með sameiginlegu átaki getum við því skipt sköpum fyrir börn sem berjast við krabbamein. Upphæðin sem safnast rennur beint til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

FSC icon
Udržitelné lesy

Když si vyberete zboží s certifikátem FSC®, podporujete odpovědné využívání světových lesů a pomáháte pečovat o zvířata a lidi, kteří v nich žijí. Hledejte na našich výrobcích značku FSC a přečtěte si více na adrese flyingtiger.com/fsc